Smá pæling.

Ótrúlega fyndið.

Það virðist oftast vera þannig á vinnustöðum að þegar starfsfólkið hefur hittst utan vinnu segir það alltaf "takk fyrir síðast" þegar það mætist í vinnunni. En ekki ef það hefur ekki sést síðan í vinnunni.

Skrítið!

Smá fréttir af mér.

Ég fór í ráðgjöf í dag sem endaði með nálastungum. Alls ekki eins vont og ég reiknaði með. Fór svo heim með tveggja metra lista yfir það sem ég á að borða og það sem ég á ekki að borða. Já og annan eins innkaupalista. Þorði ekki í búðina í dag, vildi eiga peningana mína aðeins lengur. Nálastunga

 


Mætt!

flutningarHmm já þetta tók tíma. Flutningar gera það víst oft. Ég ætti að vita það, bara flutt 14 sinnum á 10 árum. En hér er ég komin.

Annars er ég bara að dunda mér í tölvunni. Reyna að ná inn Frontpage í hana, man bara ekki hvernig ég setti það upp síðast. Ef ég downloda fæ ég alltaf trial útgáfur eða express útgáfu sem ég get ekki notað. Skellti Office 97 í en það virkaði ekki. Vona að heilinn minn taki við sér fljótlega, hann er samt líklega í páskafríi.

Þögull sem gröfin


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband