Veskan mín er horfin

Reyndar er veskan enn hér en það virðast samt ansi margir hlutir vera að hverfa frá mér þessa dagana. T.d. barnabæturnar, þær hurfu já og húsaleigubæturnar, blessuð sé minning þeirra Crying

Ég fór til augnlæknis í skoðun fyrir aðgerðina mína um daginn og fékk þá þessa fínu skýringamöppu. Ég lagði hana í farþegasætið í bílnum á meðan ég fór inn í vinnu en þegar ég kom aftur út var hún horfin. Frown

Um daginn þegar ég var að klæða mig eftir æfingu og ætlaði að grípa brjóstarhaldarannUndirföt þá var hann horfinn.  Ég neyddist til að fara brjóstarhaldaralaus í bílinn, það hefur ekki gerst í..í...í...ja við skulum ekkert ræða það.

Svo í morgun þá versnaði verulega í því.  Eftir æfingu og sturtu komst ég að því að nærbuxurnar mínar voru horfnar Shocking

Reyndar fékk ég bæði nærbuxurnar og haldarann til baka svo....þú sem færð fötin mín lánuð!

Gætirðu ekki bara skilað flottari fötum í staðinn Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú að fara til augnlæknis, ekki farin enn og hlutirnir hverfa. I may be way off here, en er þetta ekki allt á sínum stað bara þó þú sjáir það ekki?

Guðrún (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 23:55

2 Smámynd: Sigríður Steingrímsdóttir

Væri svo sem í lagi ef það væri bara ég sem væri svona blind en það hverfa líka hlutir frá öðrum á heimilinu mínu. Og sérstaklega í bílnum og við erum samt búin að taka allan bílinn í gegn. Ja bara að aukakílóin mín myndu hverfa svona, þá væri lífið ljúft

Sigríður Steingrímsdóttir, 12.2.2007 kl. 16:07

3 identicon

Já, allt hefur reyndar kosti og galla. Ég er blind, ég sé ekki drasl, ryk og ég hef tekið eftir að karlmenn í kring um mig eru að verða sífellt huggulegri, auk þess sem mér finnst ég alltaf líta betur og betur út.

Guðrún www.123.is/gforlife (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband