Ameríski draumurinn

Er búin að vera að panta jólagjafirnar á fullu hjá Target americandreamog er alveg farin að elska þá búð. Hún á bara allt sem mig vantar og ég elska að versla á netinu. Svo er ég búin að vera á spjalli við konu sem býr í Texas og ég var bara alveg komin með fiðring í tærnar að flytja út, alveg þangað til ég frétti að þar tíðkaðist bara tveggja vikna sumarfrí!  Já þar með næstum dó draumurinn minn. Enn eru þó smá leifar af honum því ég held að það sé auðveldara fyrir mig að komast í nám þar. Óákveðinn Maður verður að eiga einhvern smá draum þó maður viti að hann sé kannski bara bull Glottandi en allavega er hægt að læra dýralækninn og fleiri greinar tengdar dýrum þar sem ekki eru kenndar hér, þó svo að ef ég flytti út myndi ég eflaust enda sem skrifstofublók eins og hér heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband